


Meðlimir í Rafhjólaklúbb Akureyrar ætla að standa fyrir rafhjólaleikunum sem byrja í Kjarnaskógi. Þar verður grín og glens og skemmtilegar áskoranir. Leikarnir hefjast klukkan 13:00 sunnudaginn 1. ágúst.
Farið verður upp margar af skemmtilegustu rafhjólabrekkum bæjarins og alltaf eru hjáleiðir í boði ef einhver vill sleppa úr brekku. Svo er endað í Fálkafelli þar sem hjólarar geta valið hvort þeir hjóla í bæinn eða fara hjólabrautina útí Kjarnaskóg aftur.
Ekkert nema fjör og glens.
ATH að ekki er um keppni að ræða nema þá í besta falli pissukeppni við og við :)

eÁskorun 1 -
Kirkjusteinn

Leiðin upp að kirkjusteini er frá göngustígnum í kjarnaskógi upp á klappirnar. Leiðin er brött og skemmtileg og þurfa keppendur að hafa sig við að fara ekki afturfyrir sig á leiðinni.
Leiðin er 105 metrar í 21% halla.
eÁskorun 2 -
Menntavegurinn

Menntavegurinn er gömul leið þar sem krakkar úr innbænum gengu upp til að komast í Menntaskólann eða Gagnfræðaskólann. Tímasvæðið byrjar norðanmegin við Leikhúsið og er stígnum fylgt upp að götunni fyrir neðan menntaskólann á Akureyri. Leiðin er hlykkjótt og mjög brött í beygjunum.
eftir er að hallamæla hana.
eÁskorun 3 -
Fáklafell Klifur

Leiðin upp að fálkafelli er skemmtilegur vegur með miklum halla á köflum og lausamöl og grjóti . fallegur útsýnisstaður þegar upp er komið.