




Open Race - Götuhjól fer fram frá 00:01 til 23:50 þann 31. júlí og eru 5 tímasvæði sem keppendur þurfa að klára til að geta orðið Open Race Meistarar í sínum flokki. Samanlagður tími svæðanna gildir til að verða KOM/QOM King of the mountain eða Queen of the mountain
Allir keppa á sínum forsendum og á sínum tíma en verða að ljúka öllum tímasvæðunum á þeim sólarhring sem tímasvæðin eru opin á Strava.
Þó engin formleg ræsing né fararstjórn en her er hentug leið fyrir þá sem vilja hjóla að öllum tímasvæðum.
https://www.strava.com/routes/20733926
Áskorun 1
Skautasvellið
Skautasvellið er Segment sem er 850 metra langt og uppí móti alla leiðina. Hækkunin er 45 metrar í 5% meðalhalla.
Það er á aðalbraut svo hjólari er í rétti alla leiðina
Meðalhalli er 5% eða er 12% er mesti halli
Reyna má eins oft og keppandi vill við þetta á sólarhringnum sem opið er fyrir tímasvæðið.

Áskorun 4 -
Laugalandsbrekkan

Laugalandsbrekkan er uppáhald margra þar sem hún heldur jöfnum halla upp dágóða stund og svo minnkar hallinn en hættir aldrei fyrr en brekkunni er lokið.
Meðalhallinn er 4% enda byrjar tímasvæðið eftir að komið er yfir brúnnaog er fyrri hlutinn á jafnsléttu. Semsé brekka með tilhlaupi.
Hækkunin er 65m
Búið er að speyja startið og endinn á malbikið áður en tímasvæðið opnar
Áskorun 3 - Hlíðarfjall

Hlíðarfjallið er lengsta samfellda brekkan innanbæjar á Akureyri
Hún er tæpir 5 km og 9% meðalhalli sem fer mest í 12% .
Á leiðinni er rimlahlið og eykst hallinn lítillega eftir það
Margir hafa prófað fjallið eins og það er kallað
Búið verður að sprauta í malbikið hvar tímasvæðið hefst og hvar það endar þegar tímasvæðið opnar á Strava.
Áskorun 5 - Víkurskarðið vestan

Víkurskarðið er næst lengsta tímasvæðið en ekki síður krefjandi en hlíðarfjall. Farið er upp 3.38 km í 6% meðalhalla á þessu Cat3 klifri.
Upphaf og endir er sprautað í malbikið auk þess sem skilti segir þegar 250 metrar eru í tímasvæðið.
Áskorun 2-
Malbikunarstöð

Malbikunarstöðvarbrekkan er með brattasta klifri bæjarins. Þægilegt start í nokkuð flötu fram að góðuri og snarpri brekku sem gefur svo smá með sér að næstu þar em svo 600 metrar af nokkuð stífu uppímóti. Þrælskemmtilegt stutt klifur sem endar rétt við malbiksenda. Búið verður að merkja tímasvæðið með spreyi og/eða fánum í götuna.
