

HeliBikeDay með Circle Air

HeliBikeDay.
Sunnudagurinn er ekki bara Open Ride Day heldur er hann HeliBikeDay líka.
Hjólurum sem staddir eru á Akureyri á Einni með öllu stendur til boða að fara með þyrlu frá Circle Air með fjallahjólin sín upp á eitt af þremur fjöllum sem eru í nágrenni Akureyrar.
Þú skráir þig |hér| og merkir við hvert af eftirfarandi fjöllum þú vildir helst vera ferjaður uppá. Fjöllin sem um ræðir eru Súlur, Hlíðarfjallstoppur og Staðarstaðafjall. Fjallið sem farið verður á er síðan þar sem aðstæður verða bestar til lendingar og hjólreiða.
Verðið fyrir ferðina er 14.000 kr sem er ótrúlegt verð fyrir þyrluflug.
Þetta byrjar klukkan 16:00 á sunnudeginum 4. ágúst. Brottfararstaður auglýstur er nær dregur
Farþegum er frjálst að mynda, videoa, snappa eða hvað sem fólki dettur í hug á meðan á flugferðinni stendur enda mikil upplifun að fara í hjólagallanum með þyrlu á fjall.
#HeliBikeDay á Einni með öllu